Loading…


Stofnaðilar Grænvangs


Forsætisráðuneytið (FOR), utanríkisráðuneytið (UTN), umhverfis- og auðlindaráðuneytið (UAR), atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR).

Samtök atvinnulífsins (SA), Samtök iðnaðarins (SI), Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), Viðskiptaráð Íslands (VÍ), Samorka, Orkuklasinn.

Landsvirkjun, Landsnet, Rarik, Orkusalan, Orkuveita Reykjavíkur, Orka náttúrunnar, Veitur, HS Orka, Elkem Ísland, Rio Tinto á Íslandi, Norðurál, Alcoa Fjarðaál, Efla, Verkís, Mannvit, Arion banki.

Háskóli Íslands (HÍ), Háskólinn í Reykjavík (HR), Landbúnaðarháskóli Íslands (LBHÍ), Háskólinn á Hólum, Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ), Rannís, Festa, Skógræktin, Landgræðslan, Auðna.


Stjórn Grænvangs


Formenn stjórnar Grænvangs eru Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Hannesson.
Auk þeirra sitja í framkvæmdastjórn Diljá Mist Einarsdóttir og Hörður Arnarson.
Aðrir stjórnarmenn eru Árni Bragason, Gestur Pétursson, Guðni A. Jóhannesson, Halldór Þorgeirsson, Hólmfríður Sigurðardóttir og Katrín Olga Jóhannesdóttir.


Starfsmenn Grænvangs


Forstöðumaður: Eggert Benedikt Guðmundsson
Eggert býr að víðtækri reynslu úr íslensku atvinnulífi sem forstjóri HB Granda hf., N1 hf. og eTactica ehf.  Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Eggert er formaður Leikfélags Reykjavíkur, en af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórnum Brims hf., Hótel Holts ehf., Viðskiptaráðs Íslands, HR og Íslandsstofu. Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi og MBA og AMP gráður frá IESE viðskiptaháskólanum á Spáni.

Verkefnastjóri greininga: Birta Kristín Helgadóttir
Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns.

Verkefnastjóri kynninga: Kamma Thordarson
Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum.