Loading…

Kolefnislaust Ísland 2040

Ísland stefnir að kolefnishlutleysi árið 2040. Íslendingar nýta nú þegar endurnýjanlega orkugjafa til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Ein stærsta áskorun samtímans eru orkuskipti í samgöngum. Grænvangur leiðir saman íslensk fyrirtæki og stjórnvöld í aðgerðum sem miða að því að flýta orkuskiptum í samgöngum til að Ísland nái metnaðarfullu markmiði sínu í loftslagsmálum.