Framundan er eitt stærsta verkefni sem íslensk ferðaþjónusta hefur staðið frammi fyrir en það er að stórauka vetrarferðaþjónustu um land allt. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili að verkefninu.
Fjölmenni var á Íslandsdeginum sem haldinn var í Tallin í Eistlandi þann 21 ágúst síðastliðinn í tilefni af því að 20 ár eru liðin frá því að Eistland endurheimti sjálfstæði sitt.
Fimm íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu í sameiginlegu sýningartjaldi á Heimsmeistaramóti hestsins í St. Radegund í Austurríki í ágústbyrjun. Hagsmunaaðilar í hrossarækt og hestamennsku stóðu fyrir kynningu undir merkjum Íslenska hestatorgsins.
Inspired by Iceland verkefnið heldur áfram að rúlla. Í sumar verður lögð áhersla á að fá erlenda gesti til þess að deila reynslu sinni af Íslandi á vefsíðu Inspired by Iceland, með því að senda inn sögur eða video af dvöl sinni hérlendis.
Þróunarverkefnið Hönnun í útflutning er komið á fullt skrið en verkefnið er leitt af Íslandsstofu í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarsins.
Alþjóðlega ferðakaupstefnan „Beijing International Travel Expo 2011“ hefst í Peking á morgun, 17. júní. Á ferðakaupstefnunni eru sýningarbásar frá helstu móttökuríkjum kínverskra ferðamanna um víða veröld. Íslenskur bás er þar í fyrsta skipti og er Íslandskynningin samstarfsverkefni sendiráðsins í Peking, Íslandsstofu og íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.
Gjaldeyrishöft eru skaðleg og mikilvægt að afnema þau svo fljótt sem auðið er. Um þetta voru allir frummælendur á fjölsóttum fundi Íslandsstofu um gjaldeyrishöftin og áhrif þeirra á viðskipti og fjárfestingar sammála.
Fjölmenni mættu á fund upplýsingatæknifyrirtækja sem bar yfirskriftina „Þátttaka í útboðum“. Þetta var fjórði og síðasti fundurinn, a.m.k. í bili, sem haldin er í fundaröð um markaðs- og sölumál upplýsingatæknifyrirtækja.
Það var nokkuð fjölmennt á kynningarfundi sem haldinn var á vegum Íslandsstofu og viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins þann 24. maí þar sem Viðar Ingason, viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Kaupmannahöfn, hélt erindi um danska markaðinn.
Rúmlega 30 fulltrúar fyrirtækja úr ýmsum atvinnugreinum sóttu námskeið Íslandsstofu og Enterprise Europe Network um virðisaukaskatt í Evrópusambandinu.