Loading…

Fréttasafn

Aukin samvinna Íslands og Færeyja

Ísland og Færeyjar hafa ákveðið að auka samvinnu sín á milli með sérstakri áherslu á atvinnuþróun og nýsköpun. Þetta kemur fram í viljayfirlýsingu ríkisstjórnar Íslands og landsstjórnar Færeyja sem undirrituð var á ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum í vikunni.

Tvenn verðlaun fyrir Inspired by Iceland!

Inspired by Iceland herferðin vann tvo lúðra á árlegri verðlaunahátíð Ímark fyrir bestu auglýsingar ársins 2012. Verðlaunin voru í flokkunum stafrænar auglýsingar – samfélagsmiðlar annars vegar, og viðburðir hins vegar.

Vinsælar vinnustofur

Íslandsstofa stóð fyrir tveimur vinnustofum á dögunum. Uppselt var á báðar vinnustofurnar og komust færri að ein vildu.

Markaðsátak í Suður Evrópu

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að veita 20 milljónum króna í sameiginlegt markaðsátak fyrir íslenskar saltfiskafurðir á árinu 2013. Það eru Íslandsstofa og Íslenskir saltfiskframleiðendur (ÍSF) sem höfðu frumkvæði að mótun markaðssamstarfs til kynningar á söltuðum þorskafurðum í Suður Evrópu.

Samningur um að efla öryggi ferðamanna

Gengið var frá samningi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins við Slysavarnarfélagið í vikunni sem gerir félaginu kleift að stórauka kynningu á vefnum Safe Travel sem ætlað er að tryggja öryggi ferðamanna, auk annarrar eflingar á vetrarþjónustu björgunarsveitanna.

Frábærar viðtökur á Stockholm Furniture Fair

Þrjú íslensk fyrirtæki tóku þátt á Stockholm Furniture Fair í upphafi mánaðarins, þau Volki, Bryndís Bolladóttir og Á. Guðmundssson. Fyrirtækin voru mjög ánægð með þá athygli sem þau fengu á sýningunni.

Fjölmennur viðskiptafundur í Madríd

Spænsk-íslenska viðskiptráðið og Íslandsstofa stóðu fyrir viðskiptafundi í Madríd á Spáni á mánudag, í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Tilgangur fundarins var að efla tengslin milli Spánar og Íslands með áherslu á orkumál, ferðamannaiðnað, fiskveiðar og stjórnmál.

Markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði farin af stað

Nú er hafin markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði þar sem níu þátttakendur frá átta fyrirtækjum taka þátt. Um er að ræða þrjár vinnustofur þar sem farið er yfir ýmist hagnýt atriði sem nýtast í markasstarfi og samskiptum við erlenda kaupendur.

Viðskiptatækifæri í Kína

Um 60 manns komu til að hlýða á erindi Péturs Yang Li, viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Pekíng um möguleg viðskiptatækifæri á milli Íslands og Kína. Kynningin fór fram í Háskóla Íslands sl. þriðjudag og og gerðu áheyrendur, sem flestir komu úr röðum viðskiptalífsins, góðan róm af framsögu Péturs.

Tólf viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands í heimsókn

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands eru staddir hér á landi um þessar mundir í árlegri heimsókn sinni. Þeir eru hingað komnir til að efla tengslin milli atvinnulífs á Íslandi og sendiráða Íslands víðsvegar um heiminn og veita fyrirtækjum sem huga að útflutningi aðstoð og ráðgjöf varðandi viðskipti í umdæmislöndum sendiráðanna.