Loading…

Fréttasafn

Fjölmennur viðskiptafundur í Madríd

Spænsk-íslenska viðskiptráðið og Íslandsstofa stóðu fyrir viðskiptafundi í Madríd á Spáni á mánudag, í samvinnu við utanríkisráðuneytið. Tilgangur fundarins var að efla tengslin milli Spánar og Íslands með áherslu á orkumál, ferðamannaiðnað, fiskveiðar og stjórnmál.

Markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði farin af stað

Nú er hafin markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði þar sem níu þátttakendur frá átta fyrirtækjum taka þátt. Um er að ræða þrjár vinnustofur þar sem farið er yfir ýmist hagnýt atriði sem nýtast í markasstarfi og samskiptum við erlenda kaupendur.

Viðskiptatækifæri í Kína

Um 60 manns komu til að hlýða á erindi Péturs Yang Li, viðskiptafulltrúa við sendiráð Íslands í Pekíng um möguleg viðskiptatækifæri á milli Íslands og Kína. Kynningin fór fram í Háskóla Íslands sl. þriðjudag og og gerðu áheyrendur, sem flestir komu úr röðum viðskiptalífsins, góðan róm af framsögu Péturs.

Tólf viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands í heimsókn

Viðskiptafulltrúar sendiráða Íslands eru staddir hér á landi um þessar mundir í árlegri heimsókn sinni. Þeir eru hingað komnir til að efla tengslin milli atvinnulífs á Íslandi og sendiráða Íslands víðsvegar um heiminn og veita fyrirtækjum sem huga að útflutningi aðstoð og ráðgjöf varðandi viðskipti í umdæmislöndum sendiráðanna.

Áhugi á Íslandi í St. Pétursborg

Í liðinni viku gekkst Íslandsstofa fyrir Íslandskynningu og vinnustofu í St.Pétursborg til að vekja áhuga rússneskra ferðsaöluaðila á Íslandi. Var þetta þriðja árið í röð sem slíkar kynningar eru haldnar og heppnuðust þær afar vel.

Mikil aukning ferðamanna utan hefðbundins tíma

Tæplega 40% af aukningu ferðamanna síðasta árs átti sér stað síðustu 4 mánuði ársins, utan hins hefðbundna ferðamannatíma

Nýtt svið og nýráðinn forstöðumaður hjá Íslandsstofu

Íslandsstofa hefur ráðið Guðnýju Káradóttir í starf forstöðumanns markaðssóknar vöru og þjónustu. Um er að ræða nýtt svið sem er ætlað að skapa áhuga á íslenskum afurðum og þjónustu á erlendum mörkuðum og stuðla þannig að auknum gjaldeyristekjum.

Markaðs- og söluþjálfun fyrir mannvirkjahönnuði

Íslandsstofa kynnir markaðs- og söluþjálfun fyrir þá stjórnendur fyrirtækja í mannvirkjahönnun sem afla verkefna erlendis. Í verkefninu er farið yfir ýmis hagnýt atriði sem nýtast í markaðsstarfi og samskiptum við erlenda kaupendur.

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Íslandsstofu þakkar gott samstarf á árinu sem leið með ósk um gleðilegt nýtt ár.

Húsfyllir í Buenos Aires

Um 100 starfsmenn argentínskra ferðaskrifstofa og fjölmiðla mættu á Íslandskynningu sem Íslandsstofa, í samvinnu við AWT Group, stóð fyrir í Buenos Aires síðastliðinn fimmtudag.