Íslandsstofa hefur gert samning við Íslenska kokkalandsliðið um að vera einn af bakhjörlum liðsins annað árið í röð. Samstarfið felur í sér að Íslandsstofa hefur aðgang að Kokkalandsliðinu vegna sérstakra viðburða, í tengslum við kynningu erlendis sem og við komu erlendra blaðamanna til landsins.
Heillandi saga Íslands og einstakt landslag gera landið að einum sérstakasta áfangastað sem ferðamaður getur komist til. Svo segir í upphafi útnefningar Luxury Travel Guide sem valdi Ísland sem áfangastað ársins 2016.
Íslandsstofa skipuleggur þátttöku í vinnustofum fyrir ferðaþjónustu á Indlandi í apríl 2016. Fyrirhugað er að funda með ferðaskipuleggjendum í borgunum Nýju Delí, Mumbai og Bangalore.
Í dag endurnýjaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra samning ráðuneytisins við Íslandsstofu um kynningar- og markaðsstarf á sviði ferðamála til næstu 3ja ára og gildir hann því út árið 2018.
Undirritaður hefur verið þjónustusamningur á milli Íslandsstofu og CP Reykjavík vegna skipulagningar og framkvæmdar á ferðakaupstefnunni Vestnorden Travel Mart sem haldin verður Í Reykjavík 4.- 6. október 2016.
Á haustmánuðum hófst síðari hluti vetrarherferðar Ísland – allt árið með Guðmundur Hangouts, en eins og nafnið gefur til kynna gafst erlendum ferðamönnum tækifæri á að hitta Guðmundana, hvern á sínu svæði ásamt því að kynnast landsvæðinu í gegnum Guðmund.
Það hyllir undir lok viðburðaríks árs hjá Íslandsstofu þar sem góður árangur hefur náðst í að skapa umfjöllun um Ísland sem áfangastað til viðbótar við þá vinnu sem aðrir sinna. Árangur af starfi ferðaþjónustunnar er sennilega sjaldnast eins sýnilegur og þegar verðlaun eru afhent frá áhrifamiklum miðlum eins og til dæmis Lonely Planet.
Hvernig tryggjum við faglega framkomu í alþjóðaviðskiptum var yfirskrift vinnustofu sem Íslandsstofa stóð fyrir nýverið. Fjallað var um mikilvægi þess að viðhafa skýr og vönduð samskipti við erlenda viðskiptavini og skyggnst inn í samskiptahætti ólíkra menninga.
ulltrúar Fjárfestingasviðs Íslandsstofu, ásamt þremur stærstu orkufyrirtækjum Íslands, sóttu á dögunum ráðstefnuna Sustainable Innovation Forum (SIF) í París. Ráðstefnan stóð yfir í tvo daga og var stærsti viðskiptamiðaði viðburðurinn sem haldinn var í tengslum við loftslagsráðstefnuna COP21 í París.
Íslandsstofa, Álklasinn og Samál vinna nú að samstarfsverkefni sem felst í því að kortleggja þau fyrirtæki sem starfa á sviði áliðnaðar.