Loading…

Fréttasafn

Íslandsstofa skipuleggur ráðstefnu í Georgíu

Íslandsstofa skipulagði ráðstefnu og fleiri viðburði í borginni Tbilisi í Georgíu, í tilefni opinberrar heimsóknar Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar og viðskiptaráðherra til landsins 6. og 7. júní sl.

Landkynning í Frakklandi í tengslum við EM 2016

Íslandsstofa, í samstarfi við utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sendiráð Íslands í Frakklandi skipuleggja landkynningarverkefni í tengslum við Evrópumeistaramótið í knattspyrnu karla sem haldið verður í Frakklandi dagana 10. júní til 10. júlí.

CITM sýningin í Kína og vinnustofur í nóvember 2016

Íslandsstofa skipuleggur þjóðarbás á CITM (China International Travel Mart) sem haldin er í Shanghai í Kína dagana 11.-13. nóvember nk. CITM er ein stærsta ferðasýning Asíu og er haldin árlega. Einnig eru áformaðar vinnustofur í borgunum Chongqing þann 8. nóvember og Wuhan 9. nóvember.

Árangursríkt FDA námskeið

Tveggja daga námskeið ætlað fyrirtækjum sem áhuga hafa á markaðssetningu lækningatækja- og hugbúnaðar í Bandaríkjunum var haldið dagana 31. maí og 1. júní sl.

Horses of Iceland markaðsverkefnið í fullum gangi

Annar fundur samstarfsaðila markaðsverkefnisins Horses of Iceland var haldinn 18. maí sl. á Hótel Sögu. Þar áttu aðilar í verkefninu góðan fund þar sem m.a. var farið yfir vel heppnaðar markaðsaðgerðir við Hestadaga - skrúðreið 30. apríl og Dag íslenska hestsins 1. maí.

Matur er mikils virði - nýir straumar og markaðssetning matvæla

Þann 19. maí sl. efndi samstarfsvettvangurinn Matvælalandið Íslands til ráðstefnu í Hörpu undir yfirskriftinni Matur er mikils virði – nýir straumar og markaðssetning matvæla. Ráðstefnan var vel sótt en þar kom fram að sagan, sérstaðan og ósvikin matarupplifun eru þau lykilatriði sem matvælaframleiðendur ættu að hafa í huga við framleiðslu og markaðssetningu í framtíðinni.

Nox Medical hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands og Helgi Tómasson heiðraður

Íslenska hugvitsfyrirtækið Nox Medical hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2016. Pétur Már Halldórsson, framkvæmdastjóri Nox Medical veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum síðdegis í dag. Helgi Tómasson, listdansstjóri, fékk sérstaka heiðursviðurkenningu við sama tilefni.

Vel sóttur fundur um þýska matvælamarkaðinn

Þann 25. maí hélt Íslandsstofa fund um þýska matvælamarkaðinn. Þar var fjallað um útflutning matvæla til Þýskalands, þróun og einkenni markaðarins, tækifæri, kröfur og markaðshorfur. Fimm erindi voru flutt á fundinum sem var vel sóttur.

Málþing 30. maí um viðskiptatækifæri í Xiamen-borg í Kína

Íslandsstofa vekur athygli á málþingi um viðskiptatækifæri í Xiamen-borg í Kína sem haldið verður á Hótel Sögu mánudaginn 30. maí næstkomandi kl. 10-11.30.

Útskrift úr markaðsverkefninu ÚH - Rafnar hlutu viðurkenningu

Nýverið fór fram útskrift fyrirtækja sem luku verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH), en verkefnið hefur það markmið að aðstoða fyrirtæki sem stefna á alþjóðamarkað. Rafnar hlaut í ár viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlunina.