Loading…

Fréttasafn

Rannsókn á útflutningskostnaði íslenskra fyrirtækja - býrð þú yfir reynslusögu?

Íslandsstofa vinnur nú að rannsókn sem felst í að kanna hversu háum fjárhæðum útflytjendur tapa árlega vegna vanefnda og/eða svika erlendra kaupenda annarsvegar og birgja hinsvegar. Í framhaldinu er ætlunin að leggja fram tillögu að réttu verklagi (e. best practice) út frá reynslusögum fyrirtækja í hinum ýmsu starfsgreinum.

Iceland Academy fræðir erlenda ferðamenn um hvernig á að keyra á Íslandi

Nýjasta myndband Iceland Academy er nú komið á vef og samfélagsmiðla Inspired by Iceland. Myndbandið heitir „How to drive in Iceland“ og sýnir erlendum ferðamönnum hvernig þeir eiga að haga akstri á Íslandi við mismunandi aðstæður.

Evróputorgið í París - Íslandskynningin stóð sannarlega undir nafni

Nú er landkynningarverkefninu sem sett var á fót í tengslum við EM í knattspyrnu karla í Frakklandi 2016 lokið. Óhætt er að segja að Ísland hafi hlotið mikla athygli í París og víða um heim, ekki síst sökum velgengni íslenska landsliðsins á mótinu.

Tækifæri fyrir matvælaframleiðendur: Kaupstefnan Tailor-made Travel Event í Finnlandi

Dagana 28. og 29. október 2016 verður kaupstefnan Tailor-made Travel Event (TTE) 2016 haldin í Helsinki í þriðja sinn. Á kaupstefnunni kynna fyrirtæki frá ýmsum löndum lúxusferðaþjónustu fyrir finnskum aðilum.

Landsmót hestamanna haldið á Hólum í Hjaltadal

Markaðsverkefnið Horses of Iceland, sem Íslandsstofa stýrir, verður kynnt á Landsmóti. Áhersla verður lögð á að funda með erlendum aðilum og treysta samstarfið við þá í kynningu á íslenska hestinum á heimsvísu.

Áhugi á Íslandi eykst með EM

Ísland kynnt á EM

Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt sýningarsvæði Íslands á Evróputorginu í París, þar sem starfsfólk Íslandsstofu hefur kynnt bæði land og þjóð.

Sendiherra Íslands í Nýju Delí til viðtals

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju Delí verður til viðtals föstudaginn 1. júlí frá kl. 8:30-12:00.

Íslenskur matur kynntur á Evróputorginu í París

Mikið er um að vera í Frakklandi þessa dagana og fer fram kynning á Íslandi, íslenskri menningu og matvælum í litla rauða Eldhúsinu á Evróputorginu í París. Almenningi gefst kostur á að bragða á íslenskum þorski í Eldhúsinu bæði 20. og 21. júní.

Ferðakaupstefnan MATKA 2017 í Helsinki - áhugakönnun

Íslandsstofa undirbýr nú þátttöku í MATKA ferðakaupstefnunni sem fer fram í Helsinki, Finnlandi dagana 19.-22. janúar 2017.