Íslandsstofa skipulagði þátttöku sex fyrirtækja í ferðaþjónustu í ferðasýningunni Vakantiebeurs í Utrecht í Hollandi dagana 12.-17. janúar.
Íslandsstofa sendi í vikunni út könnun til fyrirtækja í heilbrigðistækni. Markmiðið er að fá innsýn í þekkingu þeirra á reglum og kröfum sem gerðar eru til lækningatækja sem markaðssett eru í Bandaríkjunum og þarfir fyrirtækjanna varðandi aðstoð sérfræðinga á þessu sviði.
Aðalræðisskrifstofa Íslands í New York, Íslandsstofa og viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins skipulögðu kaupstefnu í New York 26. janúar sl.
Þessa dagana fer fram ferðasýningin FITUR í Madrid á Spáni. Sýningin stendur yfir til 24. janúar og er búist við að um 220.000 gestir sæki hana heim.
Mikill fjöldi gesta hefur heimsótt básinn á "Grüne Woche" í Berlín þar sem íslenskur fiskur er kynntur undir merkjum Iceland Responsible Fisheries (IRF)
Íslandsstofa skipuleggur þátttöku Íslands í ferðakaupstefnunni MATKA í Finnlandi með fimm íslenskum fyrirtækjum. Kaupstefnan sem hófst í morgun er sú stærsta sinnar tegundar í Norður-Evrópu.
Íslandsstofa hefur í fyrsta sinn skipulagt þátttöku fimm íslenskra fyrirtækja á sýningunni BETT í London. Sýningin er ætluð tæknifyrirtækjum á sviði menntunar.
Sendiráð Íslands í Danmörku, Dansk-íslenska viðskiptaráðið, Nordatlantisk Hus og Restaurant Nordatlanten í Óðinsvéum skipuleggja kynningu á íslenskum matvælum, í samstarfi við Íslandsstofu. Kynningin fer fram dagana 7. og 8. apríl nk.
Fyrsta áfanga markaðsverkefnis um íslenska hestinn er nú að ljúka með formlegri stefnumótun, og framhald verkefnisins til næstu fjögurra ára að hefjast.
Made in Iceland kynnir undir einum hatti vörur og þjónustu íslenskra fyrirtækja og greiðir leið þeirra við að koma á viðskiptasamböndum í Kína. Verkefnið hefur nú göngu sína í fjórða sinn og býðst fyrirtækjum að slást í hópinn.