Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. desember 2015

Yfir 50 milljónir manna hafa séð efni frá Guðmundur Hangouts herferðinni

Yfir 50 milljónir manna hafa séð efni frá Guðmundur Hangouts herferðinni
Á haustmánuðum hófst síðari hluti vetrarherferðar Ísland – allt árið með Guðmundur Hangouts, en eins og nafnið gefur til kynna gafst erlendum ferðamönnum tækifæri á að hitta Guðmundana, hvern á sínu svæði ásamt því að kynnast landsvæðinu í gegnum Guðmund.

Á haustmánuðum hófst síðari hluti vetrarherferðar Ísland – allt árið með Guðmundur Hangouts, en eins og nafnið gefur til kynna gafst erlendum ferðamönnum tækifæri á að hitta Guðmundana, hvern á sínu svæði ásamt því að kynnast landsvæðinu í gegnum Guðmund. Guðmundur Hangouts voru í gangi í hverjum landshluta á tímabilinu september – nóvember. Ásamt erlendum ferðamönnum var einnig erlendur blaðamaður/blaðamenn með í för sem fékk einnig að upplifa svæðið ásamt því að sjá upplifun ferðamannsins af Guðmundunum og svæðunum.
 
Í nóvember lagði svo Guðmundur mennska leitarvélin land undir fót og ferðaðist til Evrópu í viðburð sem kallast „Guðmundur Mobile“. Guðmundur var staddur í París við fjölfarið torg þar sem vegfarendum og blaðamönnum gafst kostur á að spyrja spurninga. Guðmundur fór einnig víða um Parísarborg en hann heimsótti listasafnið Louvre og Eiffelturninn. Guðmundur lagði einnig leið sína til Bretlands þar sem hann var staddur á World Travel Market í London, sem er ein stærsta ferðakaupstefna í heimi. Guðmundur heimsótti líka aðra merka staði í London eins og Buckingham Palace og spjallaði einnig við fjölmiðla í London.
 
Á vef- og samfélagsmiðlum Inspired by Iceland hafa verið birt myndbönd frá hverju landsvæði frá Guðmundur Hangouts ásamt því að birtingar á auglýsingum hafa verið í Frankfurt, Munchen og Toronto.
Áhrif herferðarinnar á tímabilinu apríl – nóvember 2015 eru þau að Ask Guðmundur/Guðmundur Hangouts hafa skapað fjölmiðlavirði að andvirði rúmlega 1 milljarð íslenskra króna, rúmlega 52 milljón manna hafa séð efni frá herferðinni og um 700 blaðagreinar hafa verið birtar víðsvegar um heiminn.  

Deila