Loading…

vinnustofur um hönnun og verðmætaaukningu matvæla

vinnustofur um hönnun og verðmætaaukningu matvæla

22. mars 2016

Íslandsstofa býður fyrirtækjum í matvælageiranum að taka þátt í vinnustofum þar sem fjallað verður um hvernig nýta megi hönnun og byggja upp vörumerki (branding) til að auka verðmæti í sölu matvæla á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi.

Vinnustofur um hönnun og verðmætaaukningu matvæla

Íslandsstofa býður fyrirtækjum í matvælageiranum að taka þátt í vinnustofum þar sem fjallað verður um hvernig nýta megi hönnun og byggja upp vörumerki (branding) til að auka verðmæti í sölu matvæla á erlendum mörkuðum og til erlendra ferðamanna á Íslandi.

Markmiðið með vinnustofunum er að:

  1. Auka vitund og þekkingu fyrirtækja í matvælageiranum á gildi hönnunar og mörkunar (branding) til að hámarka verðmæti vörunnar
  2. Benda á leiðir og aðferðir sem hægt er að nýta til virðisaukningar
  3. Skapa vettvang til að miðla reynslu og skapa tengsl fyrirtækja sem selja matvæli á erlendum mörkuðum og selja til erlendra ferðamanna á Íslandi
  4. Fyrirtæki séu betur meðvituð um möguleika sinnar vöru m.t.t. hönnunar og uppbyggingar vörumerkis.

Dagsetningar og meginþema vinnustofanna:

Þriðjudagur 12. apríl kl. 13:00-17:00  
Mörkun vöru (branding)

Fimmtudagur 12. maí kl. 13:00-17:00
Umbúðahönnun

Fimmtudagur 9. júní kl. 13:00-17:00
Matar- og upplifunarhönnun

Á vinnustofunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna með sínar vörur í samstarfi við hönnuð og hina þátttakendurna. Lögð verður sérstök áhersla á umræður, miðlun reynslu og virka þátttöku fyrirtækja.

Fjöldi þátttakenda á hverri vinnustofu eru 12-16 fyrirtæki. Vinnustofurnar verða haldnar í Reykjavík en fyrirhugað er að halda einnig vinnustofur á landsbyggðinni ef áhugi er á því og nægileg þátttaka næst.

Skilyrði fyrir þátttöku:

Fyrirtæki verða að vera í matvælageiranum eða vinna með hráefni úr landbúnaði eða sjávarútvegi, allt frá veiðum, frumframleiðslu, vinnslu og sölu matvæla yfir í veitingageirann.

Fyrirtæki leggi áherslu á erlenda markhópa hvort sem þau stunda útflutning á matvælum og/eða leggja áherslu á sölu matvæla til erlendra

Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir að miðla sinni reynslu og taka þátt í umræðum.

Hefur þú áhuga á þátttöku?

Áhugasamir eru beðnir um að senda umsókn á tölvupóstfangið islandsstofa@islandssstofa.is

Í umsókninni þarf að koma fram upplýsingar um fyrirtækið, vöru fyrirtækisins og væntingar til verkefnisins.

Þátttökugjald er 45.000 krónur.

Umsóknir þurfa að berast fyrir 5. apríl

Nánari upplýsingar veita Bryndís Eiríksdóttir, bryndis@islandssstofa.is og Kristinn Björnsson, kristinnb@islandsstofa.is, verkefnastjórar hjá Íslandsstofu. 

Deila