Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. febrúar 2020

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna

Vinnustofur í þremur borgum Bandaríkjanna
Dagana 11. til 13. febrúar stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum í borgunum Fíladelfía, Minneapolis og New York í Bandaríkjunum í samvinnu við starfsmenn sendiráðs í Washington og Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York.

Á vinnustofunum var áfangastaðurinn Ísland kynntur fyrir erlendum ferðasöluaðilum, ásamt áherslum um ábyrga ferðaþjónustu og markaðsherferðum Inspired by Iceland. Í kjölfar kynningarinnar funduðu gestir með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjunum og kynntu sér fjölbreytt þjónustuframboð þeirra. Um 130 ferðasöluaðilar sóttu vinnustofurnar í borgunum þremur. Áhugi gesta á landi og þjóð var mikill, margir þeirra eru þegar að selja Ísland á meðan aðrir voru að viða að sér þekkingu til að geta hafið sölu á ferðum til Íslands.

Með í för voru fyrirtækin Eskimos Travel, GJ Travel, Grayline Iceland, I am Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair hotels, Íslandshótel, Mountain Taxi, Prime Tour, Reykjavik Excursions, Snæland Travel, Special Tours og Superjeep ásamt Markaðsstofu Reykjaness.


 

Deila