Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
7. apríl 2016

Vinnustofur í þremur borgum á Indlandi

Vinnustofur í þremur borgum á Indlandi
Þessa dagana eru sjö íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á ferð um Indland þar sem þau taka þátt í vinnustofum sem Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Nýju Delí hafa skipulagt.

Þessa dagana eru sjö íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á ferð um Indland þar sem þau taka þátt í vinnustofum sem Íslandsstofa og sendiráð Íslands í Nýju Delí hafa skipulagt.

Utanríkisráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson, opnaði fyrstu vinnustofuna í Nýju Delí sl. mánudag, 4. apríl. Einnig voru haldnar kynningar í Bangalore þann 6. og Mumbai 7. apríl. Vinnustofurnar voru með hefðbundnu sniði þar sem ýmist ráðherra eða sendiherra Þórir Ibsen fluttu opnunarávarp, því næst var boðið upp á Íslandskynningu og að endingu funduðu fyrirtækin með hugsanlegum samstarfsaðilum. Það voru á milli 60 og 70 gestir sem mættu á fyrri tvo fundina en í Mumbai voru gestir um 80. 

Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í þessu verkefni eru Proice/Tripical, Iceland Europe Travel Partnership, Terra Nova, Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, Grayline, Iceland Travel og Icelandair.

Áhugi á Íslandi er mikill á Indlandi, m.a. í kjölfar sýninga á kynningarmyndbandi fyrir þekkta Bollywood mynd sem tekið var upp á Íslandi. Þegar hafa 88 milljónir horft á myndbandið þar sem íslenskt landslag skapar draumkenndan bakgrunn fyrir indverskar stórstjörnur.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnustofunum

Deila