Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
6. október 2019

Vinnustofur í Kanada og heimsókn til sendiherra

Vinnustofur í Kanada og heimsókn til sendiherra
Dagana 1. til 3. október stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofum í borgunum Toronto, Ottawa og Montreal í Kanada.

Á vinnustofunum var áfangastaðurinn Ísland kynntur fyrir erlendum ferðasöluaðilum, ásamt áherslum um ábyrga ferðaþjónustu og markaðsherferðum Inspired by Iceland. Í kjölfar kynningarinnar funduðu gestir með íslenskum ferðaþjónustufyrirtækjunum og kynntu sér fjölbreytt þjónustuframboð þeirra. Rúmlega 80 ferðasöluaðilar sóttu vinnustofurnar í borgunum þremur.

Eftir vinnustofuna í Ottawa bauð sendiherra Íslands í Kanada, Pétur Ásgeirsson og Jóhanna Gunnarsdóttir þátttakendum til hádegisverðar í sendiherrabústaðnum. Þar gafst þátttakendum gott tækifæri til að kynna sér viðskiptaumhverfið í Kanada og hlutverk sendiráðsins í upplýsingamiðlun til ferðamanna.   

Með í för voru fyrirtækin Activity Iceland, Eskimos, GJ Travel, Gray Line Iceland, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Into the Glacier, Íslandshótel, Prime Tours, Reykjavik Excursions, Snæland Travel, Special Tours, Superjeep , Torfhús Retreat og Whale Watching Akureyri.


Deila