Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. janúar 2016

Vinnustofur fyrir ferðaþjónustu á Indlandi

Vinnustofur fyrir ferðaþjónustu á Indlandi
Íslandsstofa skipuleggur þátttöku í vinnustofum fyrir ferðaþjónustu á Indlandi í apríl 2016. Fyrirhugað er að funda með ferðaskipuleggjendum í borgunum Nýju Delí, Mumbai og Bangalore.

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku í vinnustofum fyrir ferðaþjónustu á Indlandi í apríl 2016. Fyrirhugað er að funda með ferðaskipuleggjendum í borgunum Nýju Delí, Mumbai og Bangalore. 

Undanfarið hafa hin ýmsu kvikmyndaverkefni frá Indlandi verið unnin á Íslandi og möguleiki að vinna með þann meðbyr sem Ísland hefur fengið á indverska markaðnum.

Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Þorleif Þór Jónsson thorleifur@islandsstofa.is eða í síma 511 4000, fyrir 20. janúar nk. Þegar hafa nokkrir íslenskir aðilar lýst yfir áhuga á að taka þátt.  

Deila