Loading…

Viltu ná árangri á erlendum markaði?

Viltu ná árangri á erlendum markaði?

3. desember 2015

Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur hefst í janúar. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja sem vilja vinna markaðs- og aðgerðaáætlun með það fyrir augum að ná árangri á erlendum markaði.

Verkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur er sérsniðið að þörfum fyrirtækja sem vilja vinna markaðs- og aðgerðaáætlun með það fyrir augum að ná árangri á erlendum markaði.

Auk þess að öðlast mikilvæga þekkingu á markaðssetningu erlendis njóta þátttakendur aðstoðar sérfræðinga við mótun og gerð markaðs- og aðgerðaráætlunar fyrir sókn á tiltekinn markað. Haldnir eru alls sex tveggja daga vinnufundir yfir fjögurra mánaða tímabil frá 20. janúar til 19. maí 2016. Nánari upplýsingar

Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 7. janúar. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og undanfarin ár hafa færri komist að en vildu.

Nánari upplýsingar veita:
Sandra Sif Morthens, sandra@islandsstofa.is og
Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is

Deila