Loading…
10. maí 2019

Viðskiptatækifæri í Slóvakíu kynnt

Viðskiptatækifæri í Slóvakíu kynnt
Viðskiptatækifæri í Slóvakíu, styrkir Uppbyggingarsjóðs EES þar og reynslusaga frá Marel voru á dagskrá kynningarfundar hjá Íslandsstofu í morgun.

Viðskiptatækifæri í Slóvakíu, samstarfsáætlun Uppbyggingarsjóðs EES þar í landi og reynslusaga frá Marel voru meðal liða á dagskrá kynningarfundar hjá Íslandsstofu í morgun.

Í tilefni af komu viðskiptasendinefndar tæknifyrirtækja frá Slóvakíu til landsins var blásið til kynningarfundar hjá Íslandsstofu um tækifæri í viðskiptum landanna í millum. Töluverð gróska hefur verið í viðskiptum landanna í millum auk þess sem fjöldi íslenskra háskólanema stundar núorðið nám í Slóvakíu sem mælist vel fyrir.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, opnaði fundinn en í erindi sínu lagði hann út af viðskiptum sem og sambandi Íslands og Slóvakíu í millum í gegnum tíðina. Því næst tók Denisa Frelichová, sendiherra Slóvakíu gagnvart Noregi og Íslandi, til máls. Kynningar frá báðum löndum, m.a. á sviði ferðaþjónustu og helstu útflutningsgreina fylgdu í kjölfarið. Þá kynnti Magnar Ødelien , frá Innovation Norway, styrki Uppbyggingarsjóðs EES í tengslum við samstarfssáætlun sjóðsins í Slóvakíu. Þá sagði Ingólfur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Marel hf., af reynslu fyrirtækisins í Slóvakíu þar sem það rekur stóra starfsstöð.

Um var að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu, utanríkisráðuneytisins og sendiráðs Slóvakíu í Osló, Íslandsstofu og Slovak Investment and Development Agency (SARIO). Fundarstjóri var Þórður Ibsen, sendiherra Íslands gagnvart Slóvakíu.

Sjá upptöku sem og glærur frá fundinum hér: 

Deila