Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. september 2013

Vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014; Share the Secret kynnt í Hörpu í gær.

Vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014; Share the Secret kynnt í Hörpu í gær.
Í gær var vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014 hleypt af stokkunum og er inntak herferðarinnar að þessu sinni "Leynarmál á Íslandi" eða "Share the Secret".

Í gær var vetrarherferð Ísland - allt árið 2013 - 2014 hleypt af stokkunum og er inntak herferðarinnar að þessu sinni "Leynarmál á Íslandi" eða "Share the Secret".

Árni Gunnarsson formaður SAF fór yfir áhugaverðar tölur um mikilvægi ferðaþjónustunnar og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu fór yfir markaðssetningu erlendis og kynnti nýju vetrarherferðina. Þá flutti Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála ávarp. Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1 var fundarstjóri. Um 400 manns sóttu fundinn.

Um leyndarmálalandið Íslands
Erlendum ferðamönnum verður boðið að kynnast lítt þekktum perlum og sniðugum hugmyndum sem ekki eru á allra vörum í gegnum herferðina Inspired by Iceland. Sem dæmi um slík leyndarmál má nefna gönguferð um Sandinn á Dalvík, æskubrunn við Surtsstaði á Fljótsdalshéraði eða saltfisksuppskriftina hennar ömmu.

Leyndarmálunum var safnað í samvinnu við markaðsstofur landshlutanna og leitað til Íslendinga og ferðamanna um að segja frá sínum uppáhalds leyndarmálum um allt land. Markmiðið er að vekja áhuga ferðamanna á að kynnast íslenskri náttúru, ævintýrum og menningu með því að segja þeim frá einstökum upplifunum sem hægt er að eiga hér á landi. Með þessu gefst ferðamönnum tækifæri til að mynda jákvæð og persónuleg tengsl við land og þjóð. Markmið með þessari nálgun er einnig að dreifa ferðamönnum víðar um landið og opna augu þeirra fyrir fleiri stöðum á Íslandi.

Íslendingar geta farið inn á vef Inspired by Iceland og sent inn sín leyndarmál.

Hér að neðan má sjá fyrsta kynningarmyndbandið um herferðina


Myndir af ræðumönnum

 

Deila