Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
3. mars 2016

Vesturströnd Bandaríkjanna könnuð

Vesturströnd Bandaríkjanna könnuð
Íslandsstofa skipulagði röð vinnustofa á vesturströnd Bandaríkjanna dagana 22.-26. febrúar sl. Þar voru heimsóttar borgirnar Los Angeles, San Fransisco, Portland og Seattle.

Íslandsstofa skipulagði röð vinnustofa á vesturströnd Bandaríkjanna dagana 22.-26. febrúar sl. Þar voru heimsóttar borgirnar Los Angeles, San Fransisco, Portland og Seattle.

Á Los Angeles svæðinu fóru fram tvær vinnustofur, bæði í Beverly Hills og á Newport beach, en ein í hverri hinna þriggja borganna. Á fundunum héldu fulltrúar Íslandsstofu kynningu á Íslandi og sögðu frá helstu tólum og tækjum til markaðssetningar á landinu, auk þess að kynna hina nýju Iceland Academy herferð á vegum Ísland - allt árið.

Samtals mættu rúmlega 200 manns á vinnustofurnar þannig að fulltrúar íslensku fyrirtækjanna höfðu í nógu að snúast við að kynna vöruframboð sitt. Það voru fulltrúar eftirfarandi fyrirtækja sem tóku þátt: Avis & Budget bílaleigan, Elding hvalaskoðun, Eskimos, GJ Travel, Gray Line, Iceland ProCruises, Iceland Tours, Iceland Travel, Icelandair, Icelandair Hotels, Icelandic Farm Holidays, Íslands Hótel, Keahotels, Radisson BLU Hotel Saga, Reykjavík Excursions, Snæland Travel, Special Tours, Ultima Thule/Adrenalin.is og WOW air, auk Markaðsstofu Reykjaness. 

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá vinnustofunum

Deila