Loading…
25. september 2015

Vestnorden í Færeyjum 2015 og á Íslandi 2016

Vestnorden í Færeyjum 2015 og á Íslandi 2016
Íslandsstofa tók þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin var dagana 22.-24. september í Færeyjum. Fjöldi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja tók að venju þátt í kaupstefnunni sem er einn af stærri viðburðum ár hvert fyrir ferðaþjónustuna. Þetta árið tóku um 70 íslensk fyrirtæki þátt og í heildina frá öllum löndum yfir 100 ferðaþjónustufyrirtæki.

Íslandsstofa tók þátt í Vestnorden ferðakaupstefnunni sem haldin var dagana 22.-24. september í Færeyjum. Fjöldi íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja tók að venju þátt í kaupstefnunni sem er einn af stærri viðburðum ár hvert fyrir ferðaþjónustuna. Þetta árið tóku um 70 íslensk fyrirtæki þátt og í heildina frá öllum löndum yfir 100 ferðaþjónustufyrirtæki. Kaupendur á sýningunni voru um 100. Aðalfyrirlesari kaupstefnunnar var Nick Hall, forstjóri, SE1 Media sem er ráðgjafafyrirtæki á sviði ferðaþjónustu ásamt því að vera stjórnandi Digital Tourism Think Tank. Fyrirtækið hefur unnið með áfangastaði í því að skoða strauma og stefnur sem viðkoma stafrænni markaðssetningu.

Vestnorden er haldið annað hvert ár á Íslandi og hin árin til skiptis í Færeyjum og á Grænlandi. Kaupstefnan er haldin af North Atlantic Tourism Association (NATA) sem er ferðamálasamstarf Íslands, Færeyja og Grænlands og hefur staðið um árabil. Inga Hlín Pálsdóttir situr fyrir hönd Íslandsstofu í stjórn samstarfsins, ásamt Ólöfu Ýrr Atladóttir ferðamálastjóra. Íslandsstofa er framkvæmdaraðili Vestnorden á Íslandi.

Deila