Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. janúar 2018

Vel sótt vinnustofa í tengslum við heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar

Vel sótt vinnustofa í tengslum við heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar
Fjöldi aðila í ferðaþjónustu sótti vinnustofu sem haldin var 18. janúar sl. á vegum Íslandsstofu, samhliða opinberri heimsókn forseta Íslands til Stokkhólms.

Um 60 aðilar í ferðaþjónustu sóttu vinnustofu sem haldin var 18. janúar sl. á vegum Íslandsstofu, í tilefni af opinberri heimsókn forseta Íslands til Svíþjóðar. Á fundinum flutti frú Eliza Reid ávarp, auk þess sem Rikke Pedersen frá Norrænu eldfjallamiðstöðinni og Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu héldu erindi. Þá mætti talsverður fjöldi fulltrúa frá fjölmiðlum sem fjallaði um viðburðinn í sænskum miðlum, ásamt heimsókn forsetahjónanna í heild sinni.  

Fulltrúar tíu íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu voru með í för og hittu að máli ferðasöluaðila og fjölmiðla á staðnum. Það voru fyrirtækin Elding, Grayline, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel, Mountaineers of Iceland, Reykjavik Excursions, Roots Iceland, Snæland Travel og WOW air. 

Deila