Loading…

Vel mætt á morgunverðarfund um hönnun og mat

Vel mætt á morgunverðarfund um hönnun og mat

29. mars 2016

Fimmtudaginn 17. mars sl. stóðu Íslandsstofa og Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir morgunverðarfundi um hönnun og verðmætaaukningu matvæla. Fundurinn var haldinn á Bryggjunni brugghúsi og mættu rúmlega 50 manns á fundinn. Erindi fyrirlesara eru aðgengileg hér á vefnum.

Fimmtudaginn 17. mars sl. stóðu Íslandsstofa og Hönnunarmiðstöð Íslands fyrir morgunverðarfundi um hönnun og verðmætaaukningu matvæla.  Fundurinn var haldinn á Bryggjunni brugghúsi og mættu rúmlega 50 manns á fundinn. Erindi fyrirlesara eru aðgengileg hér á vefnum. 

Guðný Káradóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu opnaði fundinn og sagði frá kortlagningu sem Íslandsstofa vann í fyrra og leiddi til þess að ákveðið var að taka sérstaklega fyrir mat og hönnun sem viðfangsefni, til að skapa aukin verðmæti í útflutningi matvæla. 

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands hélt erindi um gildi hönnunar og hvernig hönnuðir og matvælafyrirtæki geta unnið saman í því að auka verðmæti matvæla. 

Hönnuðurnir Brynhildur Pálsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir fjölluðu síðan um strauma og stefnur í matar- og upplifunarhönnun. Þær tóku m.a. fram að mikilvægt sé að nýta sér menningu og sögu til að byggja upp ímynd eða vörumerki í íslenskri matvælaframleiðslu og sýndu dæmi þess efnis. Brynhildur sagði frá verkefninu „Stefnumót hönnuða og bænda”, nýsköpunarverkefni LHÍ þar sem hönnuðir unnu með bændum í þróun á nýjum afurðum.

Jakob S. Bjarnason framkvæmdastjóri Foss Distillery hélt erindi um fyrirtækið, mikilvægi hönnunar í vöruþróunarferlinu og hvernig fyrirtækið hefur unnið að því að móta sér sýn.

Að lokum kynnti Bryndís Eiríksdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu vinnustofur um sama málefni sem haldnar verða 12. apríl, 12. maí og 9. júní. Skráning á vinnustofurnar stendur nú yfir en hér má finna frekari upplýsingar um þær

Kynningarnar frá fundinum má nálgast hér .

Deila