Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. nóvember 2011

Vel mætt á fund um möguleika byggingafyrirtækja til að afla verkefna í London

Um 50 manns mættu á fund Íslandsstofu sem bar heitið “Nýbyggingar og viðhald á húsnæði – möguleg tækifæri í London og nágrenni.“

Á fundinum sagði Mark Dodsworth, framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Europartnerships, frá tækifærum á markaðnum og Dagmar Þorsteinsdóttir, hjá HBH Construction Ltd, reifaði þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til að geta aflað verkefna og starfað á markaðnum.
Allmargir aðilar sýndu áhuga á að fylgja fundinum eftir með könnunarferð á markaðinn dagana 5.-7. desember næstkomandi og er verið að vinna að þeirri ferð.

Nánari upplýsingar veita Hermann Ottósson, forstöðumaður Markaðsþróunar hermann@islandsstofa.is og Aðalsteinn H. Sverrisson verkefnisstjóri, adalsteinn@islandsstofa.is

Deila