Loading…
22. september 2016

Vel heppnuð vinnustofa um hugverkaréttindi

Vel heppnuð vinnustofa um hugverkaréttindi

Ertu að tapa hugvitinu var yfirskrift vinnustofu um hugverkaréttindi sem Íslandsstofa stóð fyrir í gær ásamt Einkaleyfastofu. Jón Gunnarsson og Ásdís Kristmundsdóttir frá Einkaleyfastofu fjölluðu um vernd hugverka frá ýmsum hliðum, hvernig fyrirtæki sem sækja á erlendan markað geta verndað sínar mikilvægustu eignir og hámarkað verðmæti hugverka sinna. Einnig kom Eyrún Eggertsdóttir frá fyrirtækinu Róró og sagði frá ferlinu sem fyrirtæki hennar hefur farið í gegnum við skrásetningu  dúkkunnar Lúllu.  Hugmyndin hlaut Gulleggið árið 2011 og hefur sala dúkkunnar gengið afar vel frá því að hún kom á markað.

Vinnustofan var vel sótt af fyrirtækjum víða úr atvinnulífinu og sköpuðust líflegar umræður um málefnið enda er í mörg horn að líta þegar kemur að vernd hugverka, svo sem skráningu vörumerkja, hönnunarvernd, höfundarrétti og einkaleyfum. Undirbúningur er afar mikilvægur, að bera kennsl á hugverkin, hvar þau eru og á hvaða markaði fyrirtækið starfar. 

Jón Gunnarsson og Ásdís Kristmundsdóttir frá Einkaleyfastofu 

Deila