Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
19. júní 2020

Vefkynning á Nordic City solutions verkefninu í Norður-Ameríku

Vefkynning á Nordic City solutions verkefninu í Norður-Ameríku
Íslandsstofa og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York stóðu fyrir vefkynningu 10. júní sl. um Nordic City Solutions.

Þar var verkefnið kynnt og fjallað um áhrif COVID-19 á verkútboð í Norður-Ameríku. Nordic City Solutions er samstarfsvettvangur þar sem fyrirtækjum frá Norðurlöndunum gefst kostur á að sameinast um þátttöku í verkútboðum í Bandaríkjunum og Kanada.

Í kynningunni fjallaði Pamela Linn Tiller frá Danish Trade Council um stöðuna á mörkuðunum og verkefni á næstu mánuðum. Hér má skoða kynningu Pamelu (pdf)

Hér má nálgast myndbandsupptöku frá fundinum og vefsíðu verkefnisins fyrir nánari upplýsingar.

Nordic City Solutions hefur kynnt tækni og þjónustu frá Norðurlöndunum og aðstoðað fyrirtæki, meðal annars í eftirfarandi geirum:

  • Orkuinnviðir (hitaveita, jarðvarmi og önnur endurnýjanleg orka)
  • Aðlagaðir innviðir 
  • Regnvatnsstjórnun og ofanvatnslausnir
  • Landslagshönnun og örumhverfislausnir 
  • Innviðir til meðhöndlunar úrgangs 
  • Virkar samgöngur og flutningsmiðuð þróun 
  • Byggingarrammi og tækni 
  • Norræn borgarhönnun 
  • Arkitektúr, verkfræði og skipulagsgerð

Deila