Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. febrúar 2014

Uppselt á vinnustofu um sölu- og kynningartækni

Uppselt á vinnustofu um sölu- og kynningartækni
Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu sl. föstudag sem bar heitið „Sölu- og kynningartækni á erlendum markaði“ en þar var farið yfir ýmis lykilatriði tengd viðfangsefninu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Færri komust að en vildu á vinnustofu Íslandsstofu sl. föstudag sem bar heitið „Sölu- og kynningartækni á erlendum markaði“ þar sem farið var yfir ýmis lykilatriði tengd viðfangsefninu.

Þar var meðal annars fjallað um mikilvægi þess að þekkja og skilja þarfir viðskiptavina sinna, þörfina fyrir að taka mið af mismunandi menningarheimum og mikilvægi góðs undirbúnings. Leiðbeinandi á vinnustofunni, Chris Bowerman, stjórnandi og meðeigandi Tripos Consultants á Englandi, lét þátttakendur leysa ýmsar stuttar æfingar tengdar viðfangsefninu og spunnust þar líflegar umræður. 

Vinnustofan gekk vel fyrir sig og voru viðstaddir almennt ánægðir með útkomuna.

Nánari upplýsingar veitir Björn H Reynisson, bjorn@islandsstofa.is

 

Deila