Loading…
4. maí 2012

ÚH fyrirtæki hljóta viðurkenningu

ÚH fyrirtæki hljóta viðurkenningu
ÚH fyrirtækið Valka hlýtur Vaxtarsprotann 2012 og ÚH fyrirtækið Thorlce hlýtur viðurkenningu Vaxtarsprotans.

ÚH fyrirtækið Valka hlýtur Vaxtasprotann 2012 og ÚH fyrirtækið Thorlce hlýtur viðurkenningu Vaxtarsprotans.

Valka ehf. var stofnað árið 2003 af Helga Hjálmarssyni verkfræðingi sem er jafnframt framkvæmdastjóri fyrirtækisins en þar starfa nú 14 manns. Valka er hátæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á tækjum og hugbúnaði fyrir fiskvinnslur. Valka býður margskonar lausnir og búnað allt frá stökum vogum, innmötunarvélum og flokkurum yfir í heildarkerfi með heilfiskflokkurum, flæðilínum og pökkunarkerfi. RapidFish hugbúnaðurinn er einfalt en öflugt framleiðslustjórnar- og pantanakerfi fyrir fiskvinnslur og sölufyrirtæki. Valka byggir þróunarstarf sitt á nánu samstarfi fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi  og fyrirtækið hefur tvisvar áður hlotið viðurkenningu Vaxtarsprotans fyrir góðan vöxt.

ThorIce ehf. er stofnað 2003 af Þorsteini Inga Víglundssyni, en hann er framkvæmdastjóri og eini fastráðni starfsmaður fyrirtækisins en fyrirtækið byggir mikið á undirverktakastarfsemi. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun og sölu á ískrapavélum og öðrum sérhæfðum kælibúnaði til þess að auka geymsluþol og gæði á fiski og öðrum matvælum. Fyrirtækið hefur þróað ískrapastrokka, ískrapavélar og annan búnað og markaðssetur hann víða um heim. Í dag er erlend sala meira en 90% af sölu ThorIce ehf. Fyrirtækið hefur þróast markvisst og tryggt sér leiðandi stöðu á sínum markaði.

 

 

Deila