Loading…
21. febrúar 2013

Tvenn verðlaun fyrir Inspired by Iceland!

Tvenn verðlaun fyrir Inspired by Iceland!
Inspired by Iceland herferðin vann tvo lúðra á árlegri verðlaunahátíð Ímark fyrir bestu auglýsingar ársins 2012. Verðlaunin voru í flokkunum stafrænar auglýsingar – samfélagsmiðlar annars vegar, og viðburðir hins vegar.

Inspired by Iceland herferðin vann tvo lúðra á árlegri verðlaunahátíð Ímark fyrir bestu auglýsingar ársins 2012. Verðlaunin voru í flokkunum stafrænar auglýsingar – samfélagsmiðlar annars vegar, og viðburðir hins vegar. Bæði verðlaunin voru veitt fyrir viðburðinn Eldhús, þar sem íslenskum mat og matarhefðum var gert hátt undir höfði og ferðamönnum boðið að snæða sérlagaðar kræsingar við náttúruperlur Íslands. Viðburðinum var fylgt eftir á samfélagsmiðlum og vakti uppátækið mikla athygli um allan heim. Inspired by Iceland herferðin er hluti af Ísland – allt árið verkefninu. Íslandsstofa sér um framkvæmd verkefnisins með liðsinni Íslensku auglýsingastofunnar og The Brooklyn Brothers í London.  

Vefsíða ÍMARK

Deila