Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
24. mars 2014

TUR ferðakaupstefnan í Gautaborg að baki

TUR ferðakaupstefnan í Gautaborg að baki
Íslandsstofa stóð fyrir þátttöku á ferðakaupstefnunni TUR í Gautaborg dagana 20.-23. mars sl. Kaupstefnan fer fram árlega og þar koma saman ferðasöluaðilar víðsvegar að úr heiminum til að kynna áfangastaði sína.

Íslandsstofa stóð fyrir þátttöku á ferðakaupstefnunni TUR í Gautaborg dagana 20.-23. mars sl. Kaupstefnan fer fram árlega en þar koma saman ferðasöluaðilar víðsvegar að úr heiminum til að kynna áfangastaði sína, auk fjölmargra annarra fyrirtækja. 

Efnt var til móttöku fyrir fagaðila á þjóðarbási Íslands þar sem boðið var upp á léttar veitingar og íslensku fyrirtækin fengu tækifæri til að kynna vöruframboð sitt. Talsverður fjöldi mætti á móttökuna eða um 200 manns og þótti hún vel heppnuð.

Fyrirtækin sem tóku þátt fyrir hönd Íslands þetta árið voru Icelandair, Islandia Travel AB, Hótel Selfoss, Reykjavík Excursions, Snæland Travel og Northern Explorer. 

Gestir á TUR voru um 35.000 talsins, þar af rúmlega 10.000 fagaðilar sem er aukning frá síðasta ári.

Deila