Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
30. nóvember 2016

Tækifæri í heilbrigðisiðnaði í Finnlandi

Tækifæri í heilbrigðisiðnaði í Finnlandi
Fulltrúar finnskra fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði eru væntanlegir til landsins 8. desember nk. með mögulegt samstarfi við íslensk fyrirtæki í huga.

Fulltrúar finnskra fyrirtækja í heilbrigðisiðnaði eru væntanlegir til landsins 8. desember nk. með mögulegt samstarfi við íslensk fyrirtæki í huga. 

Íslandsstofa og Team Finland bjóða íslenskum fyrirtækjum til fundar við sendinefndina fimmtudaginn 8. desember kl. 9:00-10:30 að Sundagörðum 2, 7. hæð.
Á fundinum verður fjallað um tækifæri í samstarfi milli Íslands og Finnlands á sviði heilbrigðistækni. Í framhaldinu munu fyrirtækin kynna starfsemi sína og í lokin er gert ráð fyrir tíma til tengslamyndunar. Nánar um sendinefndina

Vegna nauðsynlegrar undirbúningsvinnu eru áhugasöm fyrirtæki beðin um að skrá þátttöku sína sem fyrst. Vinsamlegast sendið nafn fyrirtækis, tengilið og heimasíðu á netfangið islandsstofa@islandsstofa.is

Deila