Loading…
1. júlí 2016

Tækifæri fyrir matvælaframleiðendur: Kaupstefnan Tailor-made Travel Event í Finnlandi

Tækifæri fyrir matvælaframleiðendur: Kaupstefnan Tailor-made Travel Event í Finnlandi
Dagana 28. og 29. október 2016 verður kaupstefnan Tailor-made Travel Event (TTE) 2016 haldin í Helsinki í þriðja sinn. Á kaupstefnunni kynna fyrirtæki frá ýmsum löndum lúxusferðaþjónustu fyrir finnskum aðilum.

Dagana 28. og 29. október 2016 verður kaupstefnan Tailor-made Travel Event (TTE) 2016 haldin í Helsinki í þriðja sinn. Á kaupstefnunni kynna fyrirtæki frá ýmsum löndum lúxusferðaþjónustu fyrir finnskum aðilum.

Um er að ræða eftirsóttan viðburð þar sem einungis 40 sýnendur komast að og 1.100 boðsgestir. 
Íslandi hefur verið boðið að vera aðalþátttakandi kaupstefnunnar í ár sem gefur íslenskum fyrirtækjum kost á að bjóða á sýninguna þeim aðilum sem þeir óska. Almennt eru gestir á viðburðinum forsvarsmenn virtra fyrirtækja í Finnlandi s.s. fyrirtækja í smásölu, tryggingafélaga, banka og flutningafyrirtækja.

Samstarf við matvælafyrirtæki

Matvælafyrirtækjum stendur til boða að taka þátt í sýningunni á þann hátt að leggja annars vegar til nöfn á gestalista og hins vegar kynningarefni um vörur fyrirtækisins og jafnvel sýnishorn. Ekki er gerð krafa um að fulltrúi fyrirtækisins sé viðstaddur. Gjald fyrir þetta samstarf er 500 EUR. Ef fyrirtækið óskar ekki eftir því að setja nöfn finnskra viðskiptaaðila á gestalista þá verður líklegum innkaupaaðilum, samkvæmt listum sendiráðs Íslands í Helsinki, samt sem áður boðið.

Þetta er kjörið tækifæri til að nýta aðdráttarafl Tailor-made Travel Event og tengjast mögulegum kaupendum í Finnlandi. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband fyrir 8. júlí nk.

Nánari upplýsingar gefur Þorleifur Þór Jónsson thorleifur@islandsstofa.is eða Áslaug Guðjónsdóttir aslaug@islandsstofa.is

Deila