Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
27. október 2020

Styrkir úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Styrkir úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á að leggja sitt af mörkum til að ná heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og á sama tíma sækjast eftir nýjum viðskiptatækifærum og aukinni samkeppnishæfni?

Utanríkisráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki í Samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarlöndum.

Veitt verða framlög til samstarfsverkefna er koma til framkvæmdar í lágtekju- og lág millitekjuríkjum auk há millitekju smáeyþróunarríkja sem eru á lista Þróunarsamvinnunefndar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (DAC) um viðtökulönd opinberrar þróunaraðstoðar fyrir árið 2020. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu samstarfssjóðsins

Umsóknum skal skilað inn til utanríkisráðuneytisins fyrir lok 7. desember 2020 í gegnum miðlæga þjónustugátt hins opinbera. 

Allar nánari upplýsingar má finna á vef Stjórnarráðs Íslands


Deila