Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. maí 2015

Stjórn Íslandsstofu sækir höfuðstað Norðurlands heim

Stjórn Íslandsstofu sækir höfuðstað Norðurlands heim
Stjórn Íslandsstofu lagði land undir fót í upphafi vikunnar og fór í kynningarferð til Akureyrar, sem skipulögð var af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Stjórn Íslandsstofu lagði land undir fót í upphafi vikunnar og fór í kynningarferð til Akureyrar, sem skipulögð var af Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Í ferðinni sóttu stjórnarmenn nokkur fyrirtæki heim; Slippinn, Samherja og Ölgerð Vífilfells. Fulltrúar þeirra tóku vel á móti hópnum og leiddu í gegnum starfsemi fyrirtækjanna í máli og myndum, auk þess sem þau fengu að bragða á veigum frá því síðastnefnda. Hópurinn fundaði einnig með og fékk kynningar frá aðilum frá Markaðsstofu Norðurlands og Akureyrarstofu. Þá áttu stjórnarmenn áhugaverðan fund með fulltrúum frá Hafnarsamfélagi Norðurlands og Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar.

Í hádeginu blésu Íslandsstofa og Samtök atvinnurekenda á Akureyri (SATA) til kynningarfundar með yfirskriftinni „Hvað getur Íslandsstofa gert fyrir þig?“. Fundurinn fór fram á veitingahúsinu Greifanum en þar kynntu Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, og Vilborg Einarsdóttir, stjórnarformaður, starfsemi og þjónustu stofunnar. Að því búnu svöruðu þau spurningum áhugasamra gesta á staðnum undir stjórn fundarstjóra, Einars Ingimundarsonar stjórnarmanni í SATA.

Að lokum snæddi hópurinn saman á Strikinu, í góðum félagsskap að Norðan með starfsmönnum Atvinnuþróunarfélagsins, forseta bæjarstjórnar og rektor Háskólans á Akureyri.

Stjórnin vill þakka öllum þeim aðilum sem komu að heimsókninni fyrir góðar móttökur og þakkar einnig þeim sem sóttu kynningarfund Íslandsstofu og SATA fyrir þátttökuna.

Í stjórn Íslandsstofu sitja þau Vilborg Einarsdóttir, Svavar Svavarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Baldvin Jónsson, Birkir Hólm Guðnason, Ríkharður Ibsen og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni

Deila