Loading…

Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt

Skráning Iceland Foods á orðmerkinu Iceland ógilt

11. apríl 2019

Hugverkastofa Evrópusambandsins (EUIPO) hefur komist að þeirri niðurstöðu að vörumerkjaskráning bresku verslunarkeðjunnar Iceland Foods Ltd. á orðmerkinu Iceland í Evrópusambandinu sé ógild í heild sinni.

Forsaga málsins er að íslensk stjórnvöld, Íslandsstofa og Samtök atvinnulífsins ákváðu á sínum tíma að grípa til til lagalegra aðgerða gegn Iceland Foods Ltd., sem fékk árið 2014 orðmerkið Iceland skráð hjá Hugverkastofu Evrópusambandsins. Krafa Íslands var að þessi skráning Iceland Foods yrði ógilt, enda væri um þekkt landfræðilegt heiti að ræða og einnig að merkið Iceland væri almennt, sérkennalaust og hefði aldrei átt að fást skráð. Úrskurðurinn sem kveðin var upp síðastliðinn föstudag er afgerandi en fallist er alfarið á kröfur Íslands. Skráning Iceland Foods Ltd. á orðmerkinu Iceland hjá EUIPO er því ógilt í heild sinni.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðs Íslands


Deila