Loading…
9. mars 2020

Sjónum beint að viðskiptalífinu í heimsókn forseta til Póllands

Sjónum beint að viðskiptalífinu í heimsókn forseta til Póllands
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid lögðu upp í opinbera heimsókn til Póllands dagana 3.-5. mars.

Í fjölbreyttri dagskrá forseta var sjónum m.a. beint að viðskiptalífinu. Heimsótti forseti sem dæmi nýjar skrifstofur hugbúnaðarfyrirtækisins Meniga í Varsjá. Forsetar Íslands og Póllands ávörpuðu einnig ráðstefnu sem markar upphaf átaks á vegum Uppbyggingarsjóðs EES til að auka endurnýjanlega orkugjafa í Póllandi en Íslendingar hafa um árabil komið að jarðhitamálum þar í landi.

Þá stóð Íslandsstofa fyrir vinnustofu í Gdansk þar sem fjögur íslensk hátæknifyrirtæki á sviði sjávarútvegstækni kynntu lausnir sínar. Fyrr um morguninn hafði hópurinn m.a. skoðað aðstöðu fyrir svokölluð tankapróf, í þar til gerðum húsakynnum í Gdansk, þar sem íslensk skipahönnun er m.a. prófuð í mismunandi ölduhæð og hraða.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.


Deila