Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
12. mars 2014

Sendinefnd frá Edmonton í heimsókn

Sendinefnd frá Edmonton í heimsókn
Á mánudag stóð Íslandsstofa fyrir fundi þar sem rúmlega 20 manna sendinefnd frá Edmonton í Kanada fékk kynningu á íslensku atvinnulífi og rætt var um möguleika í samstarfi.

Á mánudag stóð Íslandsstofa fyrir fundi þar sem rúmlega 20 manna sendinefnd frá Edmonton í Kanada fékk kynningu á íslensku atvinnulífi og rætt var um möguleika í samstarfi Íslands og Albertafylkis.


Sendinefndin hafði mikinn áhuga á að kynna sér aðstæður hérlendis, ekki síst þar sem Ísland hefur færst talsvert nær Edmonton með tilkomu beins flugs Icelandair þangað árið um kring. Þetta skapar m.a. möguleika á sölu á ferskum fiski langt inn á sléttur Kanada.
Sendinefndin sem skipuð var leiðtogum úr atvinnulífi Albertafylkis var skipulögð af verslunarráði fylkisins í samvinnu við sendiráð Kananda hér á landi.

Á fundinum voru flutt nokkur fróðleg erindi bæði um íslenskar aðstæður og um stöðu mála í Albertafylki. 

 

 

Deila