Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. október 2021

Sendinefnd á tækniráðstefnu í Helsinki í desember 2021

Sendinefnd á tækniráðstefnu í Helsinki í desember 2021
Íslandsstofa hvetjur áhugasöm vaxtarfyrirtæki, fjárfesta og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi til að slást með í för á einn stærsta tengslaviðburð fjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja.

Íslandsstofa skipuleggur í samstarfi við íslenska sendiráðið í Finnlandi sendinefnd á tækniráðstefnuna SLUSH sem fer fram 1.-2. desember 2021 í Helsinki. Ráðstefnan hefur undanfarin ár verið góður vettvangur til þess að komast í samband við fjárfesta, aðra frumkvöðla, fjölmiðla og áhugaverða samstarfsaðila.

Fyrir hverja?
Íslandsstofa hvetjur áhugasöm vaxtarfyrirtæki, fjárfesta og fólk úr stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi til að slást með í för á einn stærsta tengslaviðburð fjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja í heiminum. Þátttakendur fá miða á SLUSH á afar sprotavænum kjörum (20.000 íslenskar krónur), boð í fjárfestamóttöku sem haldin verður á svæðinu og pop-up viðburð á meðan ráðstefnunni stendur.

Umsóknarfrestur
Þau fyrirtæki sem hafa áhuga á að taka þátt í sendinefndinni geta skráð sig hér að neðan til og með 1. nóvember næstkomandi. Athygli er vakin á því að takmarkaður fjöldi miða er í boði og því borgar sig að bregðast við sem fyrst. Ef þú ert þegar búin(n) að tryggja þér miða getur þú samt sem áður skráð þig í sendinefndina.

Hvers vegna að taka þátt?
Ef þú ert í vafa um hvort þú eigir að taka þátt þá er gagnleg ráð  að finna á Six Reasons to Join SLUSH 2021 as a Startup. Á hverju ári eru einnig haldnir hliðaviðburðir daginn fyrir ráðstefnuna þar sem er að finna margt áhugavert og hvetjandi sögur frumkvöðla.

Allar nánari upplýsingar veitir Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu: jarthrudur@islandsstofa.is

Deila