Loading…
4. maí 2015

Sendiherra Uruguay til viðtals 13. maí

Sendiherra Uruguay til viðtals 13. maí
Sendiherra Uruguay á Íslandi með aðsetur í London, Hr. Fernando López Fabregat, verður staddur á Íslandi dagana 11.- 15. maí nk. Sendiherrann hefur lýst yfir miklum áhuga á að hitta að máli hugsanlega fjárfesta, vöruinnflytjendur og aðra sem kynnu að hafa áhuga á að koma á viðskiptatengslum milli Íslands og Uruguay.

Sendiherra Uruguay á Íslandi með aðsetur í London, Hr. Fernando López Fabregat, verður staddur á Íslandi dagana 11.- 15. maí nk. Sendiherrann hefur lýst yfir miklum áhuga á að hitta að máli hugsanlega fjárfesta, vöruinnflytjendur og aðra sem kynnu að hafa áhuga á að koma á viðskiptatengslum milli Íslands og Uruguay og kynna fyrir þeim þá möguleika sem eru til staðar í viðskiptum milli landanna tveggja. Helstu atvinnugreinar í Uruguay tengjast landbúnaði og sjávarútvegi og þar er einnig rekin mikilvæg skipasmíðastarfsemi. Helstu útflutningsvörur landsins eru landbúnaðarafurðir.

Sendiherrann mun taka frá viðtalstíma miðvikudaginn 13. maí til þess að eiga fundi með þeim sem sýna áhuga á viðskiptum milli Íslands og Uruguay. Þeir sem hafa áhuga á að hitta sendiherrann eru beðnir að hafa samband við Erlend Gíslason, lögmann hjá LOGOS lögmannsþjónustu, erlendur@logos.is eða í síma 5400 300, en hann mun hafa milligöngu um nánari tímasetningu og skipulag funda.

Deila