Loading…
22. júní 2016

Sendiherra Íslands í Nýju Delí til viðtals

Sendiherra Íslands í Nýju Delí til viðtals
Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju Delí verður til viðtals föstudaginn 1. júlí frá kl. 8:30-12:00.

Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju Delí verður til viðtals föstudaginn 1. júlí frá kl. 8:30-12:00.

Þeir aðilar sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði, geta bókað fund með sendiherranum.

Auk Indland eru umdæmislönd sendiráðsins eftirfarandi: Bangladesh, Malasía, Maldíveyjar, Máritíus, Nepal, Seychelles-eyjar, Suður-Afríka, Srí Lanka.

Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Íslandsstofu, Sundagörðum 2, 7. hæð og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, islandsstofa@islandsstofa.is

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir,  hrafnhildur@islandsstofa.is

Deila