Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
13. október 2011

Scandinavia Show í London

Íslandsstofa ásamt Kynnisferðum, Iceland Travel, Mountaineers of Iceland og Ísafold Travel tóku þátt í Scandinavia show í London helgina 8-9. október.

Áætlað er að rúmlega 10.000 manns hafi sótt sýninguna að þessu sinni. Auk Íslensku fyrirtækjanna voru nokkur fyrirtæki sem selja Ísland á Bretlandsmarkaði með sölu- og kynningarbás á sýningunni. 

Í kynningunni á Íslandsbásnum og á sviðinui í sýningarhöllinni var sérstök áhersla lögð á að kynna norðurljósaferðir og vetrarafþreyingu. Íslandsbásinn dró að sér margra áhugasama tilvonandi ferðamenn til Íslands og lítur út fyrir góðan straum ferðamanna frá Bretlandi í vetur. Stefnt er á að taka aftur þátt í þessari sýningu að ári.

Deila