Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
18. júní 2013

Samstarf milli hugbúnaðarfyrirtækja skoðað á hraðstefnumóti

Samstarf milli hugbúnaðarfyrirtækja skoðað á hraðstefnumóti
Líf og fjör einkenndi hraðstefnumót upplýsingatæknifyrirtækja á dögunum. Þangað komu 26 fyrirtæki sem áttu hvert um sig á milli níu til tíu örfundi en alls voru haldnir 125 fundir.

Líf og fjör einkenndi hraðstefnumót upplýsingatæknifyrirtækja á dögunum. Þangað komu 26 fyrirtæki sem áttu hvert um sig á milli níu til tíu örfundi en alls voru haldnir 125 fundir.

Íslandsstofa og Samtök upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) stóðu fyrir þessum atburði en tilgangurinn var að greina möguleika á samstarfi hugbúnaðarfyrirtækja í markaðssókn erlendis og ræða hvort grundvöllur væri fyrir almennri samvinnu fyrirtækjanna. Ánægja var með atburðinn og niðurstaða fundanna var jákvæð. Þátttakendur töldu að um 75% fundanna gætu leitt til einhvers konar samstarfs í framhaldinu.

Á síðasta ári réðist Íslandsstofa, í samstarfi við SUT, í það metnaðarfulla verkefni að kortleggja upplýsingatæknigeirann. Í framhaldinu var gefin út skýrsla sem notuð er sem leiðarljós fyrir þau verkefni sem fara á í með fyrirtækjum. Hraðstefnumótið er fyrsta verkefnið af nokkrum sem eru á döfinni.

Deila