Loading…
6. september 2019

Saltfiskvikan farin af stað - stendur til 15. september

Saltfiskvikan farin af stað - stendur til 15. september
Saltfiskvikan er komin af stað en hún hófst formlega á settum degi með viðburði í Salt Eldhúsi á dögunum. Vikan er haldin um land allt og stendur til 15. september nk.

Í Salt Eldhúsi sýndu gestakokkarnir þrír og fulltrúar íslenska kokkalandsliðsins, listir sínar og matreiddu nokkrar útgáfur saltfiskrétta, hver með sínu sniði. Á meðal gesta voru frú Eliza Reid forsetafrú og verndari íslenska kokkalandsliðsins og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra auk annarra góðra gesta.

Alls taka 13 veitingastaðir um land allt þátt í vikunni, sem stendur til 15. september, allir með a.m.k. einn saltfiskrétt á matseðli. Þeir eru:

 1. Bacalao bar, Hauganesi
 2. Báran, Þórshöfn 
 3. Einsi Kaldi, Vestmannaeyjum
 4. Höfnin, Reykjavík
 5. Hótel Selfoss, Selfossi
 6. Icelandair Hotel Reykjavík Natura, Reykjavík 
 7. Kaffivagninn, Reykjavík
 8. Krauma, Reykholti
 9. Matur og drykkur, Reykjavík
 10. Rub 23, Akureyri 
 11. Salthúsið, Grindavík
 12. Tapasbarinn, Reykjavík 
 13. Von Mathús, Hafnarfirði 

Er fólk hvatt til nýta tækifærið meðan á vikunni stendur og gera sér ferð og fá sér saltfisk.

Ekki má heldur gleyma myllumerkinu #saltfiskvika á Instagram, að skrásetja saltfisk-diskinn þar. Dregið verður úr merktum myndum þar sem í vinning er ferð til Barcelona.

Allar frekari upplýsingar má nálgast á www.saltfiskvika.is

Með fylgja nokkrar myndir úr Salt Eldhúsi.

Saltfiskvikan er samstarfsverkefni Matís, Íslandsstofu, íslenska kokkalandsliðsins og Saltfiskframleiðenda.

 

Deila