Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
4. september 2013

Nýtt svið og nýráðinn forstöðumaður hjá Íslandsstofu

Nýtt svið og nýráðinn forstöðumaður hjá Íslandsstofu
Andri Marteinsson er forstöðumaður nýs sviðs hjá Íslandsstofu. Hið nýja svið er eitt af fjórum fagsviðum Íslandsstofu og heitir „Iðnaður og þjónusta“

Andri Marteinsson er forstöðumaður nýs sviðs hjá Íslandsstofu. Hið nýja svið er eitt af fjórum fagsviðum Íslandsstofu og heitir „Iðnaður og þjónusta“. Markmiðið er að greiða leiðina fyrir útflutningi á iðnvarningi, tæknivörum og skyldri þjónustu og auka þannig gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Ráðgjöf og fræðsla fyrir fyrirtæki heyrir einnig undir sviðið. 

Andri er hefur starfað við markaðsþróun hjá Íslandsstofu frá árinu 2007. Þar áður sinnti hann markaðs- og sölumálum hjá Símanum í sjö ár. Andri er menntaður kennari frá Kennaraháskóla Íslands, viðskiptafræðingur frá Auburn Montgomery University í Bandaríkjunum og Master of Business Administration frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Deila