Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
5. september 2014

Nýtt starfsfólk hjá Íslandsstofu

Nýtt starfsfólk hjá Íslandsstofu
Tveir nýir starfsmenn hófu nýverið störf hjá Íslandsstofu á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina. Sigríður Ragnarsdóttir var ráðin í verkefni tengdum viðburðum og tengslastarfi á erlendum mörkuðum og Ingvar Örn Ingvarsson í erlend almannatengsl og fjölmiðlaferðir.

Tveir nýir starfsmenn hófu nýverið störf hjá Íslandsstofu á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina. Sigríður Ragnarsdóttir var ráðin í verkefni tengdum viðburðum og tengslastarfi á erlendum mörkuðum og Ingvar Örn Ingvarsson í erlend almannatengsl og fjölmiðlaferðir.

Sigríður er með BA-próf í erlendum tungumálum og hefur jafnframt lokið MPA-meistaranámi. Áður en Sigríður hóf störf hjá Íslandsstofu kenndi hún spænsku og þýsku við Menntaskólann í Reykjavík en hún hefur auk þess starfað við kynningar- og markaðsmál hjá SÍF, Ímark og forvera Íslandsstofu, Útflutningsráði Íslands.

Ingvar útskrifaðist með Msc. gráðu í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Álaborg árið 2009 en áður hafði hann lokið BA námi í viðskiptasamskiptum frá sama skóla. Ingvar starfaði síðast sem faglegur framkvæmdastjóri hjá Cohn & Wolfe Íslandi, en áður starfaði hann m.a. sem blaðamaður á Morgunblaðinu.

Deila