Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. febrúar 2017

Nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York kynnt

Nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York kynnt
Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York blésu á dögunum til kynningarfundar um nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York sem opnar á næstunni.

Íslandsstofa, Nýsköpunarmiðstöð og aðalræðisskrifstofa Íslands í New York blésu á dögunum til kynningarfundar um nýtt norrænt frumkvöðlasetur í New York sem opnar á næstunni. 

Um er að ræða samstarfsverkefni Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og aðalræðisskrifstofu Íslands í New York, í samvinnu við norrænar frumkvöðlastofnanir. Frumkvöðlasetrið, sem opna mun á næstunni, er samstarfsverkefni norrænna frumkvöðlastofnana sem þegar eiga í samskonar samstarfi um rekstur frumkvöðlasetursins Nordic Innovation House í Silicon Valley í Kaliforníu.

Á fundinum fór Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Íslands í New York, yfir undirbúning og fyrirkomulag setursins. Davíð Örn Símonarson, frá frumkvöðlafyrirtækinu Watchbox, deildi einnig reynslu sinni af TINC tæknihraðlinum í Silicon Valley. 

Verið er að leggja lokahönd á undirbúningsvinnu frumkvöðlasetursins sem stendur og munu íslensk fyrirtæki bráðlega geta sótt um aðgang að því í allt að þrjá mánuði á ári.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá viðburðinum.

Deila