Loading…
25. febrúar 2019

Nýskipað útflutnings- og markaðsráð

Nýskipað útflutnings- og markaðsráð
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur skipað 31 fulltrúa til setu í útflutnings- og markaðsráði til næstu fjögurra ára.

Tíu þeirra eru án tilnefningar en 21 samkvæmt tilnefningum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, Samtaka atvinnulífsins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og samstarfshóps Markaðsstofu landshlutanna. 

Hlutverk ráðsins er að marka, samþykkja og fylgjast með framkvæmd á langtímastefnumótun stjórnvalda og atvinnulífs fyrir markaðssetningu og útflutning. Ráðið skal taka til umfjöllunar tillögur að verkefnum sem unnin eru í samvinnu atvinnulífs og stjórnvalda og tryggja að slík verkefni falli að markaðri langtímastefnu. Ráðið getur skipað starfshópa úr ráðinu um afmörkuð verkefni og skal Íslandsstofa vera þeim til ráðgjafar.

Nánar á vef Stjórnarráðs Íslands


Deila