Loading…

Norrænar vinnustofur í Suður Evrópu

Norrænar vinnustofur í Suður Evrópu

26. mars 2019

Íslandsstofa, ásamt Innovation Norway, Visit Denmark og Visit Finland stóðu fyrir norrænum vinnustofum undir heitinu „Be Nordic“ í Róm og Mílanó dagana 20. og 21. mars.

Á vinnustofunum voru Norðurlöndin sem ferðaáfangastaðir kynnt. Voru þær vel sóttar en á annað hundrað ítalskir ferðaheildsalar komu til að kynna sér Norðurlöndin og leita nýrra viðskiptatækifæra. Þetta er þriðja árið í röð sem Íslandsstofa tekur þátt í „Be Nordic“ en í ár var í fyrsta sinn haldin slík vinnustofa í Rómarborg. Þátttaka íslenskra fyrirtækja vekur alla jafna mikla athygli meðal gesta vinnustofanna og njóta áfangastaðir Norður Evrópu síaukinna vinsælda í Suður Evrópu.

Eftirfarandi aðilar tóku þátt í „Be Nordic“ vinnustofunum af Íslands hálfu: Go North, Hey Iceland, Icelandair, Icelandair Hotels, Iceland Travel og Terra Nova.


Deila