Loading…

Nordic Innovation House opnað í Singapúr

Nordic Innovation House opnað í Singapúr

25. febrúar 2019

Nýtt norrrænt frumkvöðla- og fyrirtækjasetur, Nordic Innovation House (NIH-SG), hefur formlega opnað í Singapúr.

NIH-SG er ætlað að vera stökkpallur fyrir norræn sprota- og vaxtarfyrirtæki inn á markað í Singapúr og aðra nærmarkaði í SA-Asíu (þ.e. ASEAN löndunum). Í setrinu fá fyrirtæki aðstöðu, ráðgjöf og staðbundið tengslanet. Nú þegar eru 6 fyrirtæki í húsinu; þrjú finnsk fyrirtæki, tvö sænsk og eitt norskt.

Sigríður Ásdís Snævarr, sendiherra Íslands gagnvart Singapúr, var fulltrúi Íslands við opnun setursins en sendiráð Íslands í Japan leiðir verkefnið fyrir Ísland - í samstarfi við Íslandsstofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Upplýsingar um verð, aðbúnað og kröfur til fyrirtækja sem hafa hug á að nýta sér aðstöðuna í Singapúr, má finna á á vef Nordic Innovation House. Sótt er um aðstöðu í NIH-SG á vefnum hér.

Nánari upplýsingar um NIH-SG veitir Halldór Elís Ólafsson (heo@mfa.is), viðskiptafulltrúi við sendiráð Íslands í Japan. 

Deila