Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
25. mars 2014

Mulier hlýtur sérstök verðlaun frá Íslandsstofu fyrir þátttöku í Gullegginu 2014

Mulier hlýtur sérstök verðlaun frá Íslandsstofu fyrir þátttöku í Gullegginu 2014
Fyrr í mánuðinum voru úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu tilkynnt en fyrirtækið Gracipe var kjörið sigurvegari keppninnar í ár. Þá hlaut undirfatafyrirtækið Mulier sérstök aukaverðlaun frá Íslandsstofu í formi útflutningsstuðnings að andvirði 250.000 kr.

Fyrr í mánuðinum voru úrslit í frumkvöðlakeppninni Gullegginu tilkynnt en fyrirtækið Gracipe var kjörið sigurvegari keppninnar.
Þá hlaut undirfatafyrirtækið Mulier sérstök aukaverðlaun frá Íslandsstofu í formi útflutningsstuðnings að andvirði 250.000 kr.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Gulleggið 2014 við hátíðlega athöfn í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin í ár er sú fjölmennasta frá upphafi en alls stóðu 697 þátttakendur að þeim 377 hugmyndum sem bárust keppninni að þessu sinni.

Eins og áður segir var það fyrirtækið Gracipe sem stóð uppi sem sigurvegari í ár en fyrirtækið setur fram mataruppskriftir á nýjan hátt með því að sameina hráefni, aðgerðir og skref í myndrænni framsetningu.

Annað sætið hlaut fyrirtækið Radiant Games en það er framsækið sprotafyrirtæki sem hefur það að markmiði að nútímavæða menntun með því að þróa næstu kynslóðar námsgögn. Námsefnið sem um ræðir er íþrótta- og tómstundaleikir fyrir spjaldtölvur, sem eru sniðnir fyrir börn á fyrstu árum grunnskóla með það að markmiði að kenna rökfræðilega hugsun og gildi forritunar.

Í þriðja sæti var Solid Clouds en fyrirtækið þróaði og hannaði tölvuleikinn PROSPER sem er herkænskuleikur sem gerist í geimnum. Leikurinn er spilaður í rauntíma í sama heiminum af þúsundum spilara samtímis og tekur heila sex mánuði að ljúka hverjum leik.

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið fór fyrst fram árið 2008 en síðan þá hafa alls 1703 hugmyndir borist í keppnina. Fjölmörg starfandi fyrirtæki hafa stigið sín fyrstu skref á þessum vettvangi og má þar m.a. nefna Meniga, Clara, ReMakeElectric, Cooori, Betri svefn, Silverberg, Activity Stream, Nude Magazine o.fl.

Deila