Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
1. nóvember 2019

Morgunverðarfundur um markaði Rómönsku Ameríku

Morgunverðarfundur um markaði Rómönsku Ameríku
Íslandsstofa stóð fyrir kynningarfundi fyrir aðila í ferðaþjónustu um markaði Rómönsku Ameríku (e. Latin America) þann 1. nóvember.

Á fundinum voru markaðir þar kynntir og hugsanleg tækifæri á nokkrum af stærri mörkuðum álfunnar s.s. Brasilíu og Argentínu.

Fyrirlesari á fundinum var Danielle Clouzet Roman, forstjóri Interamerican Network í Brasilíu. Danielle á að baki langa reynslu í almannatengslum með sérhæfingu í ferðaþjónustugeiranum. Höfuðstöðvar Interamerican Network eru í São Paulo í Brasilíu en auk þess er fyrirtækið með starfsstöðvar í nokkrum öðrum löndum Rómönsku Ameríku.

Að sögn Danielle eru tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í ferðaþjónustu mikil í löndum Rómönsku Ameríku. Ísland sé áfangastaður sem veki gríðarlega forvitni og bjóði upp á svo margt af því sem ferðalangar frá löndum Rómönsku Ameríku sækist eftir. Hér má nálgast kynningu Danielle.

Hér má einnig skoða skýrslu Interamerican Network um tækifæri og horfur í Rómönsku Ameríku.


Deila