Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
17. janúar 2011

Mikill áhugi meðal Norðmanna

Íslandsstofa tók þátt í Reiseliv ferðasýningunni sem fór fram í Lillestrøm í Noregi dagana 13.-16. janúar 2011. Reiseliv er stærsta ferðasýningin í Noregi en um 31.000 manns sóttu sýninguna að þessu sinni. Sýningin er annarsvegar vettvangur fyrir B2B og hinsvegar fyrir almenning. Fimm fyrirtæki tóku þátt á Íslandsbásnum.

Til að vekja enn meiri athygli á Íslandsbásnum og því sem landið hefur upp á að bjóða, var boðið upp á tískusýningu frá Cintamani og Farmers Market auk þess sem 3 Raddir og Beatur fluttu nokkur lög. Einnig var teiknisamkeppni í gangi fyrir börn. Íslenskur Súper Jeppi var á básnum og vakti hann mikla athygli.

Greina má mikinn áhuga meðal Norðmanna á ferðalögum til Íslands. Í pallborðsumræðum sem fram fóru á blaðamannafundi á vegum sýningarhaldara var þess sérstaklega getið að Ísland væri án efa einn af áhugaverðustu áfangastöðunum fyrir Norðmenn á árinu 2011. Nýjustu straumarnir í ferðalögum Norðmanna eru þeir að þeir virðast nú kaupa dýrari ferðir og ferðast meira á eigin vegum en áður.

Deila