Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
28. febrúar 2014

Mikill áhugi á Íslandsferðum á Jótlandi

Mikill áhugi á Íslandsferðum á Jótlandi
Íslandsstofa var með þjóðarbás á ferðasýningunni Ferie for alle sem haldin var í bænum Herning á Jótlandi dagana 21 - 23. febrúar sl.

Íslandsstofa var með þjóðarbás á ferðasýningunni Ferie for alle sem haldin var í bænum Herning á Jótlandi dagana 21 - 23. febrúar sl.
Fyrirtækin sem stóðu vaktina með Íslandsstofu voru Icelandair, Island ProTravel, BP Travel, North Travel og Skorrahestar, en allt eru þetta sérhæfðir söluaðilar á Íslandsferðum. 

Talsverður fjöldi gesta sótti Ferie for alle, en samhliða sýningunni fór fram húsbílakynning sem einnig dró að fjölda fólks. Gestir á sýningunni þetta árið voru um 65.000 og sýnendur rúmlega 1.000 talsins. 

Mikill áhugi er á Íslandi á Jótlandi og ekki spillir þar fyrir að boðið er upp á beint flug frá Billund til Íslands yfir sumartímann.

 

Deila