Loading…
Íslandsstofa
Íslandsstofa
22. janúar 2016

Mikill áhugi á Íslandi á ferðasýningunni FITUR í Madrid

Mikill áhugi á Íslandi á ferðasýningunni FITUR í Madrid
Þessa dagana fer fram ferðasýningin FITUR í Madrid á Spáni. Sýningin stendur yfir til 24. janúar og er búist við að um 220.000 gestir sæki hana heim.

Þessa dagana fer fram ferðasýningin FITUR í Madrid á Spáni. Sýningin stendur yfir til 24. janúar og er búist við að um 220.000 gestir sæki hana heim. 
Með Íslandsstofu í för á sýningunni eru fyrirtækin Fjallamenn, Grayline, Iceland Travel, Icelandair, Island Tours, Reykjavík Excursions, Terra Nova og WOW Air.

Sýningin fór mjög vel af stað, að sögn Sigríðar Ragnarsdóttur, verkefnastjóra á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu. Hún segir gríðarlega mikinn áhuga á Íslandi á staðnum. Stöðugur straumur fjölmiðla var á Íslandsbásinn, þar sem þeir vildu fá að vita allt um Ísland, s.s. „af hverju er Ísland svona vinsælt?“, „af hverju eru svona margir góðir tónlistamenn frá Íslandi“, „hvenær er hægt að berja duttlungafullu Norðurljósin augum?“ o.s.frv.
Viðtal við Sigríði var sýnt í fréttatíma spænsku sjónvarpsstöðvarinnar RTVE. Viðtalið má sjá hér að neðan (mínúta 37).

Boðið er upp á íslenskan saltfisk á básnum sem hefur vakið hrifningu gesta og matarblaðamanna. Að sögn Áslaugar Guðjónsdóttur, verkefnastjóra á matvælasviði Íslandsstofu, kemur það spænsku gestunum skemmtilega á óvart hversu vel Norður-Atlantshafsþorskurinn og spænskar sælkerauppskriftir eiga saman.

Ísland er sem sagt "málið“ í Madrid, eins og víðar um heim, en þess má geta að spænskum ferðamönnum til Íslands hefur fjölgað um 100% frá árinu 2009 eða úr 13.700 í rúmlega 27.000 árið 2015.

 

Deila